Erlent

Kasparov reifst við saksóknara

Mikaíl Kodorkovskí
Mikaíl Kodorkovskí

Skákmeistarinn Garry Kasparov, einn af leiðtogum stjórnarandstöðunnar í Rússlandi, lét sjá sig við réttarhöldin yfir auðkýfingnum fyrrverandi Mikaíl Kodorkovskí í Moskvu í gær. Í hléi lenti hann í snörpu orðaskaki við einn saksóknaranna í málinu. Kasparov sagði það borgaralega skyldu sína að mæta við réttarhöldin og sýna Kodorkovskí stuðning.

Saksóknarinn sagðist virða Kasparov en að hann ætti kannski frekar að einbeita sér að skákinni. Kasparov svaraði því til að verið væri að reyna að skipta út valdi laganna fyrir lög valdsins.- sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×