Enski boltinn

Gordon brákaðist á hendi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Gordon í leik með Sunderland.
Craig Gordon í leik með Sunderland. Nordic Photos / Getty Images

Craig Gordon brákaðist á hendi í leik með Sunderland gegn Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í gær. Tottenham vann leikinn, 2-0.

Gordon þurfti að fara af velli og kom Maron Fulop inn á í hans stað. Steve Bruce, stjóri Sunderland, sagði að Gordon hefði verið mjög þjáður en enn væri óvíst hversu lengi hann yrði frá vegna meiðslanna.

Gordon mun af þessum sökum einnig missa af vináttulandsleik Skotlands og Wales á laugardaginn næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×