Erlent

Hollendingar geta gengið að eignum ríkisins

RÚV hefur undir höndum Icesave samkomulagið milli Íslendinga og Hollendinga.
RÚV hefur undir höndum Icesave samkomulagið milli Íslendinga og Hollendinga.

Leysa skal úr úr hugsanlegum ágreiningi vegna Icesave samningsins fyrir breskum dómstólum. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en fréttastofa Ríkissjónvarpsins hefur undir höndum eintak af Icesave samkomulaginu milli Íslendinga og Hollendinga.

Þingmenn hafa ítrekað óskað eftir því að fá að sjá samninginn áður kosið verður um frumvarp honum tengt í þinginu. Það hafa þeir hinsvegar ekki fengið þar sem Bretar og Hollendingar hafa ekki aflétt leynd yfir samningnum.

Samningurinn sem RÚV hefur undir höndum er dagsettur þann 5 júní 2009 en þann dag voru samningarnir undirritaðir. Þar kemur fram að að enskir dómstólar skulu skera úr um allan ágreining, ef Hollendingar fara ekki fram á annað.

Í samningnum kemur einnig fram að Hollendingar geta gengið að eignum ríkisins ef ekki verður greitt af láninu. Ekki er útlistað nánar hvaða eignir þetta eru en óljóst er hvort slíkt sé heimilt samkvæmt lögum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×