Bæjarstjóri hvetur fólk til að hætta að borga 11. janúar 2009 16:40 „Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira
„Sum okkar munu væntanlega láta hirða af okkur fínu bílana okkar sem við fengum á hagstæðu myntkörfulánunum sem allir vildu lána okkur. Einhverjir tapa húsunum sínum og sum okkar fara jafnvel á hausinn. En það drepur okkur ekki! Þetta eru bara einfaldlega veraldlegir hlutir sem við getum alveg sætt okkur við að missa. Í öllum bænum, ekki fara að eyðileggja líf ykkar á því, að fara að reyna að borga þetta allt saman. Sumt af þessu verður aldrei hægt að borga og því fyrr sem maður áttar sig á því, þeim mun betra. Það voru ekki við sem komum Íslandi á hausinn," Svo hljóðar hluti af áramótaræðu Ólafs H. Sigurðssonar bæjarstjóra Seyðisfjarðar og oddvita sjálfstæðismanna þar. Hann hvatti í ræðunni til þess að fólk hætti frekar að borga af lánum sínum en að rembast við að borga af lánum sem það geti aldrei greitt upp. „Að brasa við það að eyða jafnvel einhverjum áratugum í það að borga af einhverju sem þeir geta í raun ekki borgað af. Af hverju eiga menn að setja sig í þá stöðu þegar það er ekki þeim sjálfum að kenna?," sagði Ólafur í samtali við Fréttastofu. Hann segir stjórnvöld algerlega hafa brugðist og gagnrýnir þau harðlega fyrir að gera ekki nóg til að hjálpa skuldurum. Allar aðgerðir gangi út á að lengja í snörunni. „Hér er allt gert til að gulltryggja þá sem lána pening, áttu pening og eiga pening. Það gleymist allt þetta fólk sem hefur tekið lán í góðri trú. Verið tilbúið til að borga hæstu vexti sem sjást í heiminum, og hafa verið í skilum fram að þessu kjaftæði. Það á allt í einu að gleyma þessu fólki og setja það út á guð og gaddinn." Ólafur þekkir það af eigin raun að eiga erfitt með að greiða af skuldum. Hann byggði hús á Neskaupsstað skömmu eftir að verðtrygging lána var tekin upp. Hann tók lán fyrir litlum hluta hússins, og byggði það sjálfur. Verðbólgan fór af stað og næstu ár barðist Ólafur við að halda húsinu. Þegar hann seldi það og flutti á Seyðisfjörð árið 1998, fjórtán árum eftir að hann byggði húsið, vantaði eina og hálfa milljón upp á það sem hann fékk fyrir íbúðina að hann gæti borgað lánin. „Þarna eyddi ég að mínu mati mínum bestu árum í tómt rugl, vinnandi allan sólarhringinn," segir Ólafur, sem myndi ekki gera það sama nú.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Sjá meira