Enski boltinn

Walcott og Eduardo snúa aftur á sunnudaginn

Theo Walcott
Theo Walcott Nordic Photos/Getty Images

Theo Walcott og Eduardo verða á ný í leikmannahópi Arsenal á sunnudaginn þegar liðið mætir Burnley í fimmtu umferð enska bikarsins.

Walcott hefur ekki komið við sögu hjá Arsenal síðan hann fór úr axlarlið með enska landsliðinu í nóvember, en Eduardo meiddist á læri í síðasta mánuði í fyrsta leik sínum eftir að hann sneri til baka eftir fótbrotið fræga.

Frá þessu var greint á heimasíðu Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×