Enski boltinn

Ólæti settu svip sinn á sigur Hull

AFP

Lögregla þurfti að skerast í leikinn í dag þegar stuðningsmenn Hull og Milwall lentu í átökum á KC vellinum. Hull vann leikinn 2-0 en stuðningsmenn Milwall efndu til óláta áður en flautað var til leiks og á meðan leikurinn stóð yfir.

Lögreglulið hafði strangt eftirlit með öllu eftir að flautað var af og sá til þess að allt færi vel fram. Phil Brown stjóri Hull var ánægður með störf lögreglu.

"Mér fannst lögreglan standa sig vel. Stuðningsmenn Milwall ákváðu að taka leikinn í sínar hendur, við urðum að bregðast við því og það heppnaðist vel," sagði Brown.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×