Enski boltinn

Fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran tekur við Notts County

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sven-Göran og Hans Backe þegar þeir störfuðu saman hjá Manchester City.
Sven-Göran og Hans Backe þegar þeir störfuðu saman hjá Manchester City. Nordic Photos / AFP

Hans Backe, fyrrum aðstoðarmaður Sven-Göran Eriksson, veðrur væntanlega kynntur til sögunnar sem knattspyrnustjóri Notts County í dag.

Backe var aðstoðarmaður Eriksson bæði hjá Manchester City og landsliði Mexíkó og mun líklega skrifa undir þriggja ára samning við Notts County í dag.

Eriksson er yfirmaður knattspyrnumála hjá Notts County en bæði hann og Backe voru orðaðir við stöðu þjálfara sænska landsliðsins. Báðir höfnuðu starfinu.

Backe á langan þjálfaraferil að baki en hefur aðallega þjálfað á Norðurlöndunum. Hann hefur fjórum sinnum orðið meistari í Danmörku með FC Kaupmannahöfn en þjálfaði einnig SV Salzburg í Austurríki og Panathinaikos í Grikklandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×