Enski boltinn

Ferguson játar á sig sök

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United.
Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, játar á sig sök vegna ummæla sinna um Alan Wiley knattspyrnudómara eftir leik sinna manna gegn Sunderland.

Ferguson dró eftir leikinn í efa að Wiley væri í nægilega góðu formi til að sinna starfi sínu. Hann baðst svo afsökunar á ummælum sínum.

Enska knattspyrnusambandið kærði Ferguson fyrir ummælin og hefur nú Ferguson játað sök. Hann má búast við þungri sekt eða banni.

Samtök knattspyrnudómara í Englandi vilja að Ferguson verði settur í bann en enska knattspyrnusambandið hefur verið duglegt að hvetja til virðingar fyrir störfum dómara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×