Enski boltinn

O´Neill biðlar til stuðningsmanna Villa

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Villa þurfa stuðning að mati stjórans.
Leikmenn Villa þurfa stuðning að mati stjórans. Nordic Photos/Getty Images

Það hefur gengið á ýmsu í samskiptum Martin O´Neill, stjóra Aston Villa, við stuðningsmenn í vetur. Hann hefur boðið þeim í mat og síðan látið þá heyra það vegna framkomu þeirra í garð leikmanna.

Nú hefur hann biðlað til þeirra að standa þétt við bakið á liðinu og hjálpa því að ná síðasta Meistaradeildarsætinu á næstu leiktíð en þar er Villa í miklum slag við Arsenal.

Villa á geysilega erfiðan leik fyrir höndum um næstu helgi þegar það mætir sjóðheitu liði Liverpool á Anfield.

„Ég get tekið allri gagnrýni. Það er mitt starf en sumt af þessari gagnrýni finnst mér ekki sanngjörn. Það eru ekki nema fjórar vikur síðan Wenger var sagt að hypja sig og stuðningsmenn Man. Utd sögðu fyrir tveim árum að Sir Alex væri búinn að missa það," sagði O´Neill.

„Það er að sjálfsögðu réttur stuðningsmanna að haga sér eins og þeir vilja en það hjálpar ekki mikið að vera með neikvæðni núna. Aston Villa gæti þurft að bíða í 25 ár eftir öðru álíka tækifæri til að komast í Meistaradeildina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×