Enski boltinn

Aurelio missir af byrjun næsta tímabils með Liverpool

Ómar Þorgeirsson skrifar
Fabio Aurelio.
Fabio Aurelio. Nordic photos/AFP

Knattspyrnustjórinn Rafa Benitez hjá Liverpool hefur neitað orðrómi um að vinstri bakvörðurinn Fabio Aurelio verði frá vegna meiðsla fram að áramótum.

Brasilíumaðurinn Aurelio meiddist á hné í fríi í heimalandi sínu þar sem hann var að spila fótbolta með syni sínum og öðrum krökkum.

„Aurelio er svekktur með að hafa lent í þessum meiðslum en hann er búinn að fara í aðgerð á hnénu og verður frá í 1-2 mánuði en ekki hálft ár eins og ég hef séð í nokkrum dagblöðum," segir Benitez.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×