Enski boltinn

West Ham og Chelsea í viðræðum vegna bótagreiðslu fyrir Nouble

Ómar Þorgeirsson skrifar
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham.
Gianfranco Zola, knattspyrnustjóri West Ham. Nordic photos/AFP

Samkvæmt heimildum Sky Sports fréttastofunnar er framherjinn ungi Frank Nouble að gangast undir læknisskoðun hjá West Ham en félagið er einnig í viðræðum við Chelsea vegna bótagreiðslu fyrir hinn 17 ára gamla leikmann.

Nouble, sem leikið hefur fyrir unglinga -og varalið Chelsea við góðan orðstír, neitaði nýlega samningsboði frá Chelsea og samkvæmt Sky Sports ákvað hann að færa sig um set í Lundúnum til þess að auka möguleika sína á að spila aðalliðsleiki í ensku úrvalsdeildinni sem fyrst.

West Ham mun hafa boðið hinum háttskrifaða Nouble fimm ára samning og búist er við því að gengið verði frá málum fyrir helgi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×