Enski boltinn

Al Fahim eignast Portsmouth

Elvar Geir Magnússon skrifar
Sulaiman Al Fahim.
Sulaiman Al Fahim.

Portsmouth hefur staðfest að Sulaiman Al Fahim sé orðinn eigandi og stjórnarformaður Portsmouth. Al Fahim er frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og reyndi að kaupa Manchester City á sínum tíma.

Enska knattspyrnusambandið gaf Al Fahim grænt ljós á að kaupa félagið í morgun og gengið var frá málum skömmu síðar. Þetta tryggir Paul Hart áframhaldandi veru sem knattspyrnustjóri liðsins en hann bjargaði Portsmouth frá falli á síðasta tímabili.

Peter Storrie verður áfram framkvæmdastjóri félagsins en með Portsmouth leikur fyrirliði íslenska landsliðsins, Hermann Hreiðarsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×