Enski boltinn

Fyrsti sigur Arsenal á undirbúningstímabilinu staðreynd

Ómar Þorgeirsson skrifar
Leikmenn Arsenal á góðri stundu.
Leikmenn Arsenal á góðri stundu. Nordic photos/AFP

Leikmenn Arsenal eru staddir þessa stundina í æfingarbúðum í Austurríki og í kvöld léku þeir sinn annan æfingarleik á undirbúningstímabilinu þegar þeir unnu 7-1 sigur gegn áhugamannaliðinu SC Columbia.

Arsenal gerði jafntefli við Barnet í fyrsta æfingarleik sínum í sumar.

Leikmenn SC Columbia náðu óvænt forystunni í leiknum eftir hálftíma leik með marki Patrick Lehner en tvenna hjá Nicklas Bendtner og eitt mark hjá Aaron Ramsey sáu til þess að Arsenal leiddi 3-1 þegar flautað var til  hálfleiks.

Robin van Persie skoraði svo tvö mörk í seinni hálfleik og William Gallas og Ramsey skoruðu svo sitt markið hvort í hálfleiknum áður en yfir lauk og niðurstaðan því sem segir 7-1 sigur Arsenal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×