Enski boltinn

Ensk úrvalsdeildarfélög í eldlínunni í kvöld

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jermain Defoe skoraði eitt marka Tottenham í kvöld.
Jermain Defoe skoraði eitt marka Tottenham í kvöld. Nordic photos/Getty images

Tottenham stillti upp sterku liði í 0-4 sigri gegn Peterborough í kvöld en Darren Bent, Luka Modric, Jermain Defoe og Roman Pavlyuchenko skoruðu mörk Lundúnaliðsins í leiknum.

Manchester City vann Kaizer Chiefs í kvöld 0-1 en Stephen Ireland skoraði eina mark leiksins á 45. mínútu. Gareth Barry lék með City en hvorki Carlos Tevez né Emmanuel Adebayor voru með í leiknum.

Portsmouth gerði 2-2 jafntefli við Havant & Waterlooville í fyrsta æfingarleik félagsins á undirbúningstímabilinu en Eugen Bopp, sem er á reynslu hjá félaginu, skoraði bæði mörk liðsins í seinni hálfleik.

Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson var ekki með Portsmouth í leiknum en knattspyrnustjórinn Paul Hart stillti upp tveimur ólíkum ellefu manna liðinum í hvorum hálfleiknum fyrir sig.

Aston Vill gerði 2-2 jafntefli gegn Colchester en úrvalsdeildarliðið lenti 0-2 undir í leiknum. Steve Sidwell og Adam McGurk sáu til þess að Aston Villa tapaði leiknum ekki.

Þá vann Hull 1-2 sigur gegn Carlisle og Wolves vann 0-1 sigur gegn Walsall en Fulham og Bournemouth gerðu markalaust jafntefli.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×