Enski boltinn

Man Utd skoðaði möguleika á að fá Ribery

Elvar Geir Magnússon skrifar
Ribery í leik með FC Bayern.
Ribery í leik með FC Bayern.

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, viðurkennir að félagið hafi skoðað möguleikann á því að fá franska kantmanninn Franck Ribery frá Bayern München.

„Það er ekki hægt að segja að við höfum reynt að kaupa Ribery. Við könnuðum hinsvegar möguleikann á því að fá hann og fengum þau svör frá Bayern München að þeir ætluðu ekki að selja leikmanninn. Þegar forráðamenn Bayern segja það þá meina þeir það," segir Ferguson.

„Þegar við keyptum Owen Hargreaves af þeim svöruðu þeir fyrst neitandi en sögðu jafnframt að við yrðum látnir vita um leið og þeim myndi snúast hugur."

Þá hefur Ferguson sagt að ekki sé útilokað að Cristiano Ronaldo snúi aftur á Old Trafford einn daginn. „Hann var hérna í sex ár og leið mjög vel hjá félaginu. Hann er bara 24 ára svo hann á bestu árin eftir. Ég hef ekkert nema jákvætt að segja um strákinn. Hann er betri en Messi og betri en Kaka, hann er besti leikmaður heims," segir Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×