Enski boltinn

Keane: Var í réttu liði en með rangan stjóra

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Keane og Benitez virðast ekki hafa átt skap saman.
Keane og Benitez virðast ekki hafa átt skap saman. Nordic Photos/Getty Images

Robbie Keane segir það hafa verið rétta ákvörðun að fara til Liverpool á sínum tíma. Hann er þess utan fullviss um að ferill hans hjá Liverpool hefði verið farsælli hefði annar stjóri en Rafa Benitez verið með liðið.

„Að sjálfsögðu hefði ég viljað að þetta hefði endað öðruvísi en ég sé ekki eftir neinu. Ég trúi því að með öðrum stjóra hefði þetta gengið betur. Stjórar eru bara mismunandi og hafa misjafnar skoðanir og áherslur," sagði Keane.

„Fólk hefur ýmsar skoðanir á Benitez. Ég hef persónulega ekkert á móti honum og fólk má hafa sínar skoðanir á honum í friði. Þegar maður er búinn að vera í bransanum í ákveðinn tíma fer maður samt fram á ákveðna virðingu og að það sé komið fram við mann eins og maður telur sig eiga skilið."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×