Fótbolti

Bilic hættir eftir HM í sumar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Slaven Bilic og Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands.
Slaven Bilic og Fabio Capello landsliðsþjálfari Englands. Nordic Photos / Getty Images

Slaven Bilic hefur tilkynnt að hann muni hætta sem landsliðsþjálfari Króatíu eftir að undankeppni HM lýkur næsta nóvember.

„Ég mun vera við stjórnvölinn til loka þessarar undankeppni en ekki sekúndu lengur. Fjögur ár eru nóg," sagði Bilic í samtali við króatíska fjölmiðla.

Bilic hefur á undanförnum misserum verið orðaður við nokkrar stjórastöður í ensku úrvalsdeildinni. Sem stendur er Króatía fimm stigum á eftir Englandi í undankeppni HM.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×