Enski boltinn

Fékk aukaleik í bann fyrir að eyða tíma aganefndar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Michael Turner, miðvörður Sunderland, fær hér umrætt rautt spjald.
Michael Turner, miðvörður Sunderland, fær hér umrætt rautt spjald. Mynd/AFP

Michael Turner, miðvörður Sunderland, fékk fjögurra leikja bann vegna rauða spjaldsins sem hann fékk í lok leiksins á móti Manchester City á laugardaginn. Turner átti þá að hafa farið viljandi með olnbogann í andlit Gareth Barry þegar þeir stukku saman upp í skallabolta.

Michael Turner áfrýjaði rauða spjaldinu til aganefndar Knattspyrnusambands Englands en hlaut að launum einn leik til viðbótar í bann fyrir að eyða tíma nefndarinnar. Það var mat hennar að það hefði verið engin ástæða fyrir því að fá rauða spjaldið afturkallað.

Michael Turner verður í banni í deildarleikjum á móti Everton, Blackburn og Bolton auk þess sem að hann missir af bikarleik á móti Barrow.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×