Íslenski boltinn

Magnús: Þetta var sjálfsmark

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Magnús Þórisson knattspyrnudómari.
Magnús Þórisson knattspyrnudómari. Mynd/Vilhelm

Magnús Þórisson, dómari, er handviss um að það sé rétt að skrá fyrsta mark Fram gegn Fjölni á þriðjudagskvöldið sem sjálfsmark Ásgeirs Arons Ásgeirssonar.

Paul McShane, leikmaður Fram, á skot að marki sem virðist vera á leið inn þegar að Ásgeir Aron reynir að koma sér í veg fyrir skotið. Magnús sagði hins vegar í samtali við Vísi hann handviss um að boltinn hefði farið framhjá hefði Ásgeir Aron ekki komið við hann.

„Sjónarhornið sem sjónvarpsmyndavélin hefur blekkir. Ég sá skotlínuna þegar Paul skaut og var að gera mig kláran til að dæma útspark þegar Ásger stýrði boltanum í markið," sagði Magnús í samtali við Vísi.

„En ég skil vel að þetta kunni að koma furðulega fyrir sjónir. Ég ræddi málið bæði við eftirlitsdómarann á leiknum sem og Gylfa Orrason, formann dómaranefndar. Þeir áttuðu sig ekki á því að þetta væri sjálfsmark en rétt skal vera rétt."

„Það eru skýrar línur um hvað skal skrá sem sjálfmark og hvað ekki. Ef boltinn hefði hvort eð er verið á leið í markið þegar að Ásgeir kom við boltann hefði markið samt verið skráð á Paul. En í þessu tilfelli var boltinn á leið framhjá markinu."

Hann ræddi einnig við Paul McShane á meðan leiknum stóð. „Ég sagði honum að ég gæti ekki skráð markið á hann. Hann viðurkenndi að boltinn var á leið framhjá."






Tengdar fréttir

Mark Fram skráð sem sjálfsmark - Myndband

Paul McShane skoraði fyrsta mark Fram gegn Fjölni í vikunni að flestra mati. Engu að síður skráði Magnús Þórisson dómari markið sem sjálfsmark Ásgeirs Arons Ásgeirssonar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×