Enski boltinn

Óvænt staða í hálfleik - Wigan yfir á móti Manchester

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Rodallega
Hugo Rodallega Mynd/GettyImages

Wigan er 1-0 yfir á móti Englandsmeisturum Manchester United í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Manchester getur náð sex stiga forskoti á toppnum með sigri í leiknum. Leikurinn er búinn að vera galopinn og mjög skemmtilegur.

Hugo Rodallega, 24 ára Kólumbíumaður, skoraði mark Wigan á 28. mínútu eftir að hafa verið á undan Nemanja Vidic í boltan eftir langa sendingu Lee Cattermole fram völlinn. Vidic vildi fá brot en það var ekki að sjá í endursýningnum af markinu.

Manchester-liðið fékk tvö algjör dauðafæri áður en Wigan komst yfir en Wayne Rooney, og Michael Carrick fóru báðir illa með kjörin marktækifæri. Cristiano Ronaldo gerðist einnig ágengur upp við mark Wigan áður en flautað var til hálfleiks.

Verði úrslitin þessi þá hefur Manchester United aðeins þriggja stiga forskot á Liverpool og lélegri markatölu þegar tvær umferðir eru eftir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×