Enski boltinn

Barton með Newcastle á morgun?

Elvar Geir Magnússon skrifar
Barton er sífellt til vandræða.
Barton er sífellt til vandræða.

Joey Barton gæti óvænt leikið æfingaleik með Newcastle á morgun þegar liðið mætir Shamrock Rovers. Ferli þessa umtalaða leikmanns hjá Newcastle virtist vera lokið eftir að hann fékk rauða spjaldið í leik gegn Liverpool í maí og lenti í útistöðum við Alan Shearer í kjölfarið.

Óvissa er með framtíð Shearer hjá félaginu en hann tók aðeins við stjórnartaumunum til bráðabirgða. Barton mætti aftur til æfinga hjá Newcastle eftir sumarfrí en hann hefur verið orðaður við Birmingham.

Mike Ashley, eigandi Newcastle, er að reyna að selja félagið og óvissuþættirnir innan þess eru mýmargir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×