Enski boltinn

Benitez þarf að spara

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Einhverjir vilja kenna slæmu gengi Liverpool í vetur um að Benitez hafi ekki fengið að versla almennilega síðasta sumar. Stjórinn hefur greint frá því að hann hafi þurft að spara til þess að grynnka á skuldum félagsins.

Benitez keypti aðeins Glen Johnson og Alberto Aquilani í sumar en á sama tíma fór Xabi Alonso fyrir háa upphæð til Real Madrid.

Spánverjinn segir að það hafi skipt öllu að hann gerði sér grein fyrir fjárhagslegri stöðu félagsins.

„Ég lít ekki svo á að Liverpool sé alveg í sömu stöðu og Leeds var á sínum tíma. Eitt af forgangsatriðunum í ár var að grynnka á skuldum. Félagið vinnur hart að því og sú vinna gengur vel. Þetta var eitt það mikilvægasta sem við þurftum að gera," sagði Benitez.

„Þegar ég skrifaði undir nýja fimm ára samninginn þá vissi ég að við yrðum að vinna saman í þessum málum. Við verðum að gera það sem er best fyrir félagið. Stundum er hægt að spjara sig í fjármálum og á vellinum. Stundum þarf samt að bíða eftir árangri og stundum þarf að horfa á stóru myndina í þessu samhengi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×