Fótbolti

Zlatan vill ekki spila í vináttulandsleikjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Zlatan Ibrahimovic í leik með Barcelona.
Zlatan Ibrahimovic í leik með Barcelona. Nordic Photos / Getty Images

Zlatan Ibrahimovic segir að hann muni ekki gefa kost á sér í sænska landsliðinu á næstunni þar sem að því mistókst að koma sér á HM í knattspyrnu.

Þess í stað ætlar hann að einbeita sér að því að spila með Barcelona á Spáni en þangað var hann keyptur í sumar frá Inter á Ítalíu.

„Það hefur alltaf verið mikill heiður að fá að spila með sænska landsliðinu," sagði Ibrahimovic. „En ég ætla ekki að gefa kost á mér á næstunni. Það eru engir mikilvægir landsleikir framundan og ekki er liðið að spila á HM. Það væri því erfitt að fara að eyða orku og fórna sér fyrir eitthvað sem skiptir engu máli."

Barcelona mætir Dynamo Kiev í Meistaradeild Evrópu í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×