Enski boltinn

Brynjar Björn með samningstilboð frá Reading

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í desember árið 2007.
Brynjar Björn Gunnarsson í leik með Reading gegn Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í desember árið 2007. Nordic Photos / Getty Images

Brynjar Björn Gunnarsson hefur fengið tilboð frá enska B-deildarliðinu Reading um að leika með liðinu í eitt ár til viðbótar. Þetta kemur fram á heimasíðu Reading í dag.

Gamli samningurinn hans Brynjars Björns rennur út nú í sumar en félaginu mistókst nú á dögunum að tryggja sér sæti í ensku úrvalsdeildinni á nýjan leik.

Reading tilkynnti í dag að fjöldi leikmanna muni yfirgefa félagið í sumar. Þeirra á meðal eru Marchus Hahnemann, Graeme Murty, Leroy Lita og Michael Duberry.

Steve Coppell sagði starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri á dögunum og á enn eftir að ráða eftirmann hans.

Brynjar Björn kom til Reading frá Watford árið 2005 og hefur því leikið með félaginu undanfarin fjögur tímabil, þar af tvö í úrvalsdeildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×