Enski boltinn

Burnley lagði Crystal Palace

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Liðsmenn Burnley fögnuðu í kvöld.
Liðsmenn Burnley fögnuðu í kvöld. Nordic Photos/Getty Images

Jóhannes Karl Guðjónsson og félagar í Burnley nældu í þrjú góð stig í kvöld er liðið lagði Crystal Palace, 4-2, í eina leik kvöldsins í ensku B-deildinni.

Clarke Carlisle, Graham Alexander, Steven Thompson og Jay Rodriguez skoruðu mörk Burnley. Shefki Kuqi skoraði fyrir Palace og svo tókst Carlisle einnig að skora sjálfsmark.

Burnley komst með sigrinum upp í sjötta sæti deildarinnar en Palace er í því fjórtánda.

Jóhannes Karl byrjaði leikinn á bekknum en spilaði síðustu 18 mínútur leiksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×