Enski boltinn

Everton neitar nýju kauptilboði frá City í Lescott

Ómar Þorgeirsson skrifar
Joleon Lescott.
Joleon Lescott. Nordic photos/AFP

Illa ætlar að ganga hjá forráðamönnum Manchester City að kaupa varnarmanninn Joleon Lescott en Everton er búið að neita nýju kauptilboði frá nágrönnum sínum í leikmanninn.

Everton var þegar búið að neita 15 milljón punda kauptilboði og núna var neitað 18 milljón punda kauptilboði fyrir enska landsliðsmanninn.

Forráðamenn Everton ítrekuðu enn frekar við tilefnið að enginn leikmaður myndi yfirgefa herbúðir félagsins í sumar nema að knattspyrnustjórinn David Moyes vildi ekki hafa þá áfram hjá félaginu.

Lescott kom til Everton árið 2006 á 5 milljónir punda frá Wolves.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×