Enski boltinn

Beckham spáir því að Chelsea verði enskur meistari

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlo Ancelotti, fylgist með sínum mönnum í Chelsea í æfingaleik í Seattle í Bandaríkjunum í gær.
Carlo Ancelotti, fylgist með sínum mönnum í Chelsea í æfingaleik í Seattle í Bandaríkjunum í gær. Mynd/AFP

David Beckham hefur greinilega mikla trú á Carlo Ancelotti, nýjum þjálfara Chelsea, en Ítalinn þjálfaði Beckham hjá AC Milan á síðasta tímabili. Beckham spáir því að Chelsea vinni ensku úrvalsdeildina en Chelsea varð síðast meistari undir stjórn Jose Mourinho 2005 og 2006.

„Chelsea er svo heppið að fá hann til sín því Carlo er frábær maður og frábær stjóri," David Beckham í viðtali hjá enska blaðinu News of the World.

„Hann er getur örugglega gert Chelsea að meisturum á ný. Ég segi þetta þó að allir vita að Manchester United á fastan sess í mínu hjarta," sagði Beckham.

„Þetta verður samt erfitt því enska úrvalsdeildin er allt öðruvísi deild en Sería A. Hann hefur mikla reynslu og ég er viss um að hann nær líka árangri á Englandi," sagði Beckham.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×