Enski boltinn

Liverpool-liðið tapaði í Vínarborg í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dirk Kuyt fékk góð færi í Vínarborg í kvöld.
Dirk Kuyt fékk góð færi í Vínarborg í kvöld. Mynd/AFP

Liverpool tapaði 0-1 í æfingaleik á móti Rapid Vín í Austurríki í kvöld. Fyrirliði austurríska liðsins, Steffen Hofmann, skoraði eina mark leiksins beint úr aukaspyrnu í seinni hálfleik.

Rafa Benitez stillti upp sterku liði þar sem léku meðal annars Steven Gerrard, Jamie Carragher, Dirk Kuyt og Yossi Benayoun. Gerrard og Carragher léku þó bara fyrri hálfleikinn. Kuyt og Benayoun komu inn á í hálfleik.

Diego Cavalieri stóð í marki Liverpool fyrir hlé en sigurmarkið sem kom á 57. mínútu var skorað hjá varamarkverðinum Peter Gulacsi.

Rapid Vín var sterkara liðið í fyrri hálfleik en í þeim seinni fékk enska úrvalsdeildarliðið nokkur góð færi og þau bestu fékk Hollendingurinn Dirk Kuyt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×