Enski boltinn

Viduka vill vera áfram hjá Newcastle

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Viduka í leik með Newcastle.
Mark Viduka í leik með Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Mark Viduka hefur lýst því yfir að hann vilji vera áfram í herbúðum Newcastle en samningur hans við félagið rennur út í lok tímabilsins.

Hann er 33 ára gamall en var lengi frá vegna meiðsla í vetur. Hann sagði einnig í samtali við enska fjölmiðla að hann vilji að Alan Shearer verði áfram knattspyrnustjóri liðsins.

Shearer tók við liðinu nú í vetur og gerði samning sem gildir út núverandi tímabil.

„Ég hef verið hérna í tvö ár og á þeim tíma hafa fimm stjórar stýrt liðinu. Ég vil að Alan verði áfram. Stuðningsmennirnir elska hann og leikmenn bera virðingu fyrir honum."

Newcastle vann afar mikilvægan 3-1 sigur á Middlesbrough á mánudaginn og lyfti sér þar með úr fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×