Erlent

Sextán bjargað þegar togari sökk undan strönd Tromsö

Einn sjómaður drukknaði en sextán var bjargað þegar rússneskur togari sökk undan strönd Tromsö í Noregi í dag. Tveir sjómenn voru hífðir um borð í þyrlu úr sökkvandi skipinu en annar þeirra lést áður en hann komst undir læknishendur. Fimmtán var bjargað af fleka á reki.

Neyðarkall barst frá skipinu klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma og sökk togarinn hratt. Ekki er enn vitað um ástæður þess. Skipið mun að sögn rússneskra sérfræðinga hafa verið gamalt og illa búið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×