Mikil átök brutust út í Kenýa í nótt á milli íbúa í miðhluta landsins og glæpaklíku sem kallar sig Mungiki. 24 eru látnir í það minnsta og þrír alvarlegag slasaðir að því er yfirvöld í höfuðborginni Nairobi segja. Mungiki-klíkan er kenýska afbrigðið af mafíunni og liðsmenn hennar eru frægir fyrir að hálshöggva fórnarlömb sín. Klíkan hefur tögl og hagldir í undirheimum Kenýa og stundar fjárkúganir, mannrán og morð að sögn lögreglu.
Mikil átök í Kenýa í nótt
