Enski boltinn

Benitez samdi við Liverpool til 2014

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool.
Rafa Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Rafael Benitez hefur skrifað undir samning við Liverpool sem gildir til loka tímabilsins 2014.

Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð Benitez nú í vetur þar sem samningaviðræður hafa dregist á langinn. En hann gekk loksins frá samningamálum sínum í kvöld.

„Hjarta mitt tilheyrir Liverpool og ég er því ánægður með nýja samninginn."

„Ég elska félagið, stuðningsmennina og borgina. Ég hefði aldrei getað neitað því að vera áfram."

Liverpool átti frábæru gengi að fagna í síðustu viku. Fyrst vann liðið 4-0 sigur á Real Madrid í Meistaradeildinni og samanlagt 5-0. Svo um helgina vann Liverpool 4-1 sigur á Manchester United á Old Trafford.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×