Enski boltinn

Gerrard í byrjunarliðinu en Torres er ekki í hópnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Gerrard og Fernando Torres fagna ekki saman í dag.
Steven Gerrard og Fernando Torres fagna ekki saman í dag. Mynd/AFP

Rafael Benitez, stjóri Liverpool, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt sem mætir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni klukkan 12.30. Liverpool er sex stigum á eftir Manchester United og verður að vinna leikinn.

Stuðningsmenn Liverpool geta glaðst yfir því að Steven Gerrard er orðinn góður af meiðslunum og verður í byrjunarliði liðsins í dag en spænski framherjinn Fernando Torres er aftur á móti ekki leikmannahópi liðsins í dag.

Það verða þeir Dirk Kuyt og Yossi Benayoun sem munu spila í fremstu línu Liverpool-liðsins í dag.

Gamli Liverpool-maðurinn Michael Owen þarf að sætta sig við að vera á varamannabekknum á Anfield í dag.

Byrjunarlið Liverpool: Reina, Arbeloa, Carragher, Agger, Aurelio, Alonso, Mascherano, Benayoun, Gerrard, Riera, Kuyt.

Varamenn: Cavalieri, Dossena, Babel, Lucas, Ngog, El Zhar, Skrtel.

Byrjunarlið Newcastle: Harper, Beye, Coloccini, Bassong, Duff, Smith, Butt, Martins, Barton, Lovenkrands, Viduka.

Varamenn: Krul, Nolan, Guthrie, Owen, Gutierrez, Edgar, Carroll.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×