Bjarni Jóhannssson: Við áttum að vinna hérna í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2009 19:14 Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Daníel Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og aðrir í Stjörnuliðinu mjög svekktur eftir 3-3 jafntefli á móti Vals á Hlíðarenda í dag. Stjörnumenn voru miklu betri í seinni hálfleik en fengu á sig ódýra vítaspyrnu í lok leiksins. „Við áttum að vinna hérna í dag en æðri völd tóku í taumana," sagði Bjarni og vísaði þá til vítaspyrnudómsins þar sem Valsmenn skoruðu jöfnunarmark sitt á 88. mínútu leiksins. "Hann vildi meina að þetta hafi verið gróft tog en ég sá það aldrei. Malli fann ekki fyrir því þannig að ég veit ekki hvað svona mönnum gengur til. Gunnar Jarl er annars frábær dómari sem hefur komið með flotta línu inn í úrvalsdeildina. Ég hrósa honum fyrir það en þetta var ekki sanngjarnt," sagði Bjarni. „Við vorum tætingslegir í fyrri hálfleik og við eigum að nýta það betur þegar við fáum mark svona snemma í leiknum. Það kom værukærð og slen yfir liðið þegar við komust yfir. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti mjög vel leikinn af okkar hálfu. Gamli fyrriparts-sumars taktar rifjuðust upp. Við veðjuðum á sóknarleikinn, gerðum breytingar í hálfleik og það kom mikið fastara skipulag á liðið," sagði Bjarni. Bjarni fagnaði endurkomu tveggja manna í liðið. Þorvaldur Árnason skoraði sín fyrstu mörk í Pepsi-deildinni og Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn í byrjunarliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Við sjáum það að Steinþór og Valli (Þorvaldur Árnason) setja annan brag á liðið eins og var á því í vor," sagði Bjarni og hrósaði sérstaklega Þorvaldi. „Þetta var vel gert hjá Valla og hann er mikilvægur hlekkur í liðinu okkar. Það er synd að hann skuli hafa verið svona mikið meiddur í sumar," segir Bjarni. „Það var frábært að við skyldum ekki þurfa nema hálft mót til þess að halda sætinu okkar. Við verðum bara að bíða betri tíma eftir fræknum útisigrum og það kannski mörgum í röð," sagði Bjarni að lokum en þetta hefði orðið fyrsti útisigur Stjörnunnar síðan 14. maí þegar liðið vann 6-1 sigur á Þrótti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og aðrir í Stjörnuliðinu mjög svekktur eftir 3-3 jafntefli á móti Vals á Hlíðarenda í dag. Stjörnumenn voru miklu betri í seinni hálfleik en fengu á sig ódýra vítaspyrnu í lok leiksins. „Við áttum að vinna hérna í dag en æðri völd tóku í taumana," sagði Bjarni og vísaði þá til vítaspyrnudómsins þar sem Valsmenn skoruðu jöfnunarmark sitt á 88. mínútu leiksins. "Hann vildi meina að þetta hafi verið gróft tog en ég sá það aldrei. Malli fann ekki fyrir því þannig að ég veit ekki hvað svona mönnum gengur til. Gunnar Jarl er annars frábær dómari sem hefur komið með flotta línu inn í úrvalsdeildina. Ég hrósa honum fyrir það en þetta var ekki sanngjarnt," sagði Bjarni. „Við vorum tætingslegir í fyrri hálfleik og við eigum að nýta það betur þegar við fáum mark svona snemma í leiknum. Það kom værukærð og slen yfir liðið þegar við komust yfir. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti mjög vel leikinn af okkar hálfu. Gamli fyrriparts-sumars taktar rifjuðust upp. Við veðjuðum á sóknarleikinn, gerðum breytingar í hálfleik og það kom mikið fastara skipulag á liðið," sagði Bjarni. Bjarni fagnaði endurkomu tveggja manna í liðið. Þorvaldur Árnason skoraði sín fyrstu mörk í Pepsi-deildinni og Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn í byrjunarliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Við sjáum það að Steinþór og Valli (Þorvaldur Árnason) setja annan brag á liðið eins og var á því í vor," sagði Bjarni og hrósaði sérstaklega Þorvaldi. „Þetta var vel gert hjá Valla og hann er mikilvægur hlekkur í liðinu okkar. Það er synd að hann skuli hafa verið svona mikið meiddur í sumar," segir Bjarni. „Það var frábært að við skyldum ekki þurfa nema hálft mót til þess að halda sætinu okkar. Við verðum bara að bíða betri tíma eftir fræknum útisigrum og það kannski mörgum í röð," sagði Bjarni að lokum en þetta hefði orðið fyrsti útisigur Stjörnunnar síðan 14. maí þegar liðið vann 6-1 sigur á Þrótti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Bætti heimsmetið aftur Sport Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Körfubolti Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Fótbolti Kobe Bryant á ennþá langvinælustu skóna í NBA deildinni Körfubolti Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Fótbolti Tapið gegn Íslandi kornið sem fyllti mælinn Fótbolti Fjölnir fallinn og rafmögnuð lokaumferð í kortunum Fótbolti „Eitt fallegasta mark sem Ísland hefur skorað“ Fótbolti „Ekki boðlegt fyrir lið eins og Þór/KA“ Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki