Bjarni Jóhannssson: Við áttum að vinna hérna í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. september 2009 19:14 Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Daníel Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og aðrir í Stjörnuliðinu mjög svekktur eftir 3-3 jafntefli á móti Vals á Hlíðarenda í dag. Stjörnumenn voru miklu betri í seinni hálfleik en fengu á sig ódýra vítaspyrnu í lok leiksins. „Við áttum að vinna hérna í dag en æðri völd tóku í taumana," sagði Bjarni og vísaði þá til vítaspyrnudómsins þar sem Valsmenn skoruðu jöfnunarmark sitt á 88. mínútu leiksins. "Hann vildi meina að þetta hafi verið gróft tog en ég sá það aldrei. Malli fann ekki fyrir því þannig að ég veit ekki hvað svona mönnum gengur til. Gunnar Jarl er annars frábær dómari sem hefur komið með flotta línu inn í úrvalsdeildina. Ég hrósa honum fyrir það en þetta var ekki sanngjarnt," sagði Bjarni. „Við vorum tætingslegir í fyrri hálfleik og við eigum að nýta það betur þegar við fáum mark svona snemma í leiknum. Það kom værukærð og slen yfir liðið þegar við komust yfir. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti mjög vel leikinn af okkar hálfu. Gamli fyrriparts-sumars taktar rifjuðust upp. Við veðjuðum á sóknarleikinn, gerðum breytingar í hálfleik og það kom mikið fastara skipulag á liðið," sagði Bjarni. Bjarni fagnaði endurkomu tveggja manna í liðið. Þorvaldur Árnason skoraði sín fyrstu mörk í Pepsi-deildinni og Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn í byrjunarliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Við sjáum það að Steinþór og Valli (Þorvaldur Árnason) setja annan brag á liðið eins og var á því í vor," sagði Bjarni og hrósaði sérstaklega Þorvaldi. „Þetta var vel gert hjá Valla og hann er mikilvægur hlekkur í liðinu okkar. Það er synd að hann skuli hafa verið svona mikið meiddur í sumar," segir Bjarni. „Það var frábært að við skyldum ekki þurfa nema hálft mót til þess að halda sætinu okkar. Við verðum bara að bíða betri tíma eftir fræknum útisigrum og það kannski mörgum í röð," sagði Bjarni að lokum en þetta hefði orðið fyrsti útisigur Stjörnunnar síðan 14. maí þegar liðið vann 6-1 sigur á Þrótti. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Bjarni Jóhannsson, þjálfari Stjörnunnar, var eins og aðrir í Stjörnuliðinu mjög svekktur eftir 3-3 jafntefli á móti Vals á Hlíðarenda í dag. Stjörnumenn voru miklu betri í seinni hálfleik en fengu á sig ódýra vítaspyrnu í lok leiksins. „Við áttum að vinna hérna í dag en æðri völd tóku í taumana," sagði Bjarni og vísaði þá til vítaspyrnudómsins þar sem Valsmenn skoruðu jöfnunarmark sitt á 88. mínútu leiksins. "Hann vildi meina að þetta hafi verið gróft tog en ég sá það aldrei. Malli fann ekki fyrir því þannig að ég veit ekki hvað svona mönnum gengur til. Gunnar Jarl er annars frábær dómari sem hefur komið með flotta línu inn í úrvalsdeildina. Ég hrósa honum fyrir það en þetta var ekki sanngjarnt," sagði Bjarni. „Við vorum tætingslegir í fyrri hálfleik og við eigum að nýta það betur þegar við fáum mark svona snemma í leiknum. Það kom værukærð og slen yfir liðið þegar við komust yfir. Seinni hálfleikurinn var aftur á móti mjög vel leikinn af okkar hálfu. Gamli fyrriparts-sumars taktar rifjuðust upp. Við veðjuðum á sóknarleikinn, gerðum breytingar í hálfleik og það kom mikið fastara skipulag á liðið," sagði Bjarni. Bjarni fagnaði endurkomu tveggja manna í liðið. Þorvaldur Árnason skoraði sín fyrstu mörk í Pepsi-deildinni og Steinþór Freyr Þorsteinsson kom inn í byrjunarliðið eftir langa fjarveru vegna meiðsla. „Við sjáum það að Steinþór og Valli (Þorvaldur Árnason) setja annan brag á liðið eins og var á því í vor," sagði Bjarni og hrósaði sérstaklega Þorvaldi. „Þetta var vel gert hjá Valla og hann er mikilvægur hlekkur í liðinu okkar. Það er synd að hann skuli hafa verið svona mikið meiddur í sumar," segir Bjarni. „Það var frábært að við skyldum ekki þurfa nema hálft mót til þess að halda sætinu okkar. Við verðum bara að bíða betri tíma eftir fræknum útisigrum og það kannski mörgum í röð," sagði Bjarni að lokum en þetta hefði orðið fyrsti útisigur Stjörnunnar síðan 14. maí þegar liðið vann 6-1 sigur á Þrótti.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira