Enski boltinn

Bilic: Ég veit hvernig blaðamenn vinna

Nordic Photos/Getty Images

Slaven Bilic, landsliðsþjálfari Króata, segir ekkert til í orðrómnum sem fór af stað á Englandi í gær um að hann væri að taka við Chelsea í sumar.

Orðrómurinn vaknaði þegar sást til Bilic ræða við Frank Arnesen útsendara Chelsea, en Króatinn segist ekki hafa verið að ræða neitt tengt Chelsea á fundi þeirra.

"Ég veit hvernig blaðamenn vinna. Ég var staddur á hóteli þar sem ég hitti Frank Arnesen sem var frábær leikmaður og starfar nú hjá Chelsea. Það þýðir ekki endilega að ég sé í atvinnuviðtali þó ég hitti menn," sagði Bilic og gaf upp hvað hann væri að fara að gera næstu daga til að reyna að forðast misskilning.

"Ég er að fara á leik Chelsea og Barcelona, svo fer ég á Arsenal-Manchester United og svo fer ég á leiki í Þýskalandi. Þið þurfði ekki að hringja í mig og spyrja mig út í slúðurfréttir þegar ég er staddur á þessum stöðum," sagði Bilic.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×