Íslenski boltinn

Leik Grindavíkur og ÍBV frestað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Leikmenn Grindavíkur liggja í bælinu um helgina.
Leikmenn Grindavíkur liggja í bælinu um helgina. Mynd/Vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, hefur fallist á ósk knattspyrnudeildar Grindavíkur um að fresta leik liðsins gegn ÍBV á sunnudag.

Stór hluti leikmanna Grindavíkur er veikur og þar af einn með svínaflensu. Óttast er að fleiri leikmenn Grindavíkur séu einnig með svínaflensu.

Ekki hefur verið ákveðið hvenær leikurinn fer fram en Grindavík á næst leik næsta miðvikudag og gæti farið svo að Grindavík yrði einnig að fara fram á frestun á þeim leik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×