Allt um leiki dagsins: Frakkar í vandræðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2009 23:52 William Gallas var heldur niðurlútur eftir að Frakkar gerðu jafntefli við Rúmeníu í kvöld. Nordic Photos / AFP Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM 2010 í Evrópu í dag. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins og veltir fyrir sér framhaldinu. Helst bar til tíðinda að bæði Portúgal og Frakkland náðu aðeins jafntefli í sínum leikjum og minnkuðu því líkurnar á því að þessi lið komist í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku sem hefst á næsta ári. Skotar eru þó í draumlandi eftir sigur á Makedóníu í kvöld. Það skemmdi heldur ekki fyrir að Norðmenn náðu aðeins jafntefli gegn Íslandi í kvöld. Einna athyglisverðast þykir að lið eins og Slóvakía og Norður-Írland eru í fínum málum í sínum riðlum.1. riðill: Danmörk - Portúgal 1-1 1-0 Nicklas Bendtner (42.) 1-1 Liedson (86.)Ungverjaland - Svíþjóð 1-2 0-1 Olof Mellberg (8.) 1-1 Szabolcs Huszti, víti (79.) 1-2 Zlatan Ibrahimovic (94.)Staðan: Danmörk 17 stig, Ungverjaland 13, Svíþjóð 12, Portúgal 10, Albanía 6 og Malta 1. Danir eru í góðri stöðu og geta tryggt sér efsta sæti riðilsins á miðvikudagskvöldið með sigri á Albaníu. Svíar þyrftu þó að tapa fyrir Möltu sem er ólíklegt. Danir gerðu 1-1 jafntefli við Portúgal í kvöld og síðarnefnda þjóðin í bullandi vandræðum. Allt útlit er fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar komist ekki á HM þó svo að öll nótt sé ekki úti enn.2. riðill:Moldóva - Lúxemborg 0-0 Ísrael - Lettland 0-1 Sviss - Grikkland 2-0 Staðan: Sviss 16 stig, Grikkland 13, Lettland 13, Ísrael 9, Lúxemborg 5 og Moldóva 2. Spennan er mikil í riðlinum en sigur Sviss á Grikkjum í kvöld var afar mikilvægur. Lettar geta enn blandað sér í toppbaráttuna eftir góðan útisigur á Ísrael í kvöld. 3. riðill:Pólland - Norður-Írland 1-1 Slóvakía - Tékkland 2-2 Staðan: Slóvakía 16 stig, Norður-Írland 14*, Pólland 11, Slóvenía 11, Tékkland 9 og San Marino 0*. *eftir átta leiki. Önnur lið hafa leikið sjö leiki. Staðan í þessum riðli er með ólíkindum. Slóvakía og Norður-Írland standa best að vígi og Slóvakar geta tryggt sér efsta sæti riðilsins ef þeir vinna Norður-Íra á miðvikudaginn og leikur Slóveníu og Póllands lyktar með jafntefli. Tékkar eru þó í afar slæmum málum eftir jafnteflið í kvöld og ná væntanlega ekki öðru sæti riðilsins. Pólverjar og Slóvenar halda enn í vonina.4. riðill: Aserbaídsjan - Finnland 1-2 Rússland - Liechtenstein 3-0 Staðan: Þýskaland 19 stig, Rússland 18, Finnland 13, Wales 9, Aserbaídsjan 1 og Liechtenstein 1. Fátt virðist koma í veg fyrir að Þýskaland og Rússland verða í efstu tveimur sætunum. Liðin mætast 10. október næstkomandi í Moskvu og verður það væntanlega úrslitaleikur um efsta sætið.5. riðill:Armenía - Bosnía 0-2 Tyrkland - Eistland 4-2 Spánn - Belgía 5-0 1-0 David Silva (41.) 2-0 David Villa (49.) 3-0 Gerard Pique (50.) 4-0 David Silva (68.) 5-0 David Villa (85.)Staðan: Spánn 21 stig, Bosnía 15, Tyrkland 11, Belgía 7, Eistland 5 og Armenía 1. Spánverjar unnu stórsigur á Belgum og geta komist á HM með sigri á Eistlandi á miðvikudaginn ef Tyrkland tapar ekki fyrir Bosníu á sama tíma. En annars virðist það formsatriði fyrir Evrópumeistarana að klára þennan riðil.6. riðill:Úkraína - Andorra 5-0 Króatía - Hvíta-Rússland 1-0 Staðan: England 21 stig, Króatía 17*, Úkraína 14, Hvíta-Rússland 9, Kasakstan 3 og Andorra 0*. *eftir átta leiki, önnur lið hafa leikið sjö leiki. Englendingar spiluðu ekki í kvöld en augu allra beinast að leik liðsins gegn Króatíu á miðvikudaginn. Sigri Englendingar eru þeir komnir inn á HM, svo einfalt er það.7. riðill:Austurríki - Færeyjar 3-1 Frakkland - Rúmenía 1-1 1-0 Thierry Henry (48.), 1-1 Julien Escude, sjálfsmark (56.) Staðan: Serbía 18 stig, Frakkland 14, Austurríki 10, Litháen 9, Rúmenía 8 og Færeyjar 1. Frakkar máttu ekki við því að gera jafntefli í kvöld. Nú eru Serbar í þeirri stöðu að sigur á Frökkum á heimavelli á miðvikudaginn þýðir að liðið er komið inn á HM. En þótt Frakkar vinni er líklegast að þeir þurfi að fara í umspil til að komast til Suður-Afríku.8. riðill: Búlgaría - Svartfjallaland 4-1 Georgía - Ítalía 0-2 0-1 Kakha Kaladze, sjálfsmark (57.) 0-2 Kakha Kaladze, sjálfsmark (67.)Kýpur - Írland 1-2 Staðan: Ítalía 17 stig, Írland 16*, Búlgaría 11, Kýpur 5, Svartfjallaland 4, Georgía 3. Það ótrúlega við þennan riðil er að þrjú efstu liðin eru enn taplaus. Búlgarar hafa til að mynda gert fimm jafntefli í sjö leikjum. Ítalir standa best að vígi en þó er ekkert öruggt enn. Kakha Kaladze skoraði bæði mörk Ítalíu í kvöld en hann er jú leikmaður Georgíu og verður væntanlega brotinn og beygður á Laugardalsvellinum á miðvikudag.9. riðill:Skotland - Makedónía 2-0 Ísland - Noregur 1-1 Staðan: Holland 21 stig, Skotland 10, Noregur 7, Makedónía 7 og Ísland 5. Holland tryggði sig inn á HM á Laugardalsvellinum í vor og hefur verið með ótrúlega yfirburði í riðlinum. Jafntefli Norðmanna þýðir að Skotar eru í lykilstöðu í riðlinum. Hins vegar þurfa Skotar að vinna Hollendinga á miðvikudaginn því það er hæpið að tíu eða ellefu stig duga til að komast í umspilið. Af þeim níu liðum sem lenda í öðru sæti sinna riðla komast aðeins þau átta áfram. Eitt situr eftir - það með lakasta árangurinn. Miðað við hvernig þessi riðill hefur þróast verður að telja einna líklegast að „níunda" liðið komi úr þessum riðli. Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM 2010 í Evrópu í dag. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins og veltir fyrir sér framhaldinu. Helst bar til tíðinda að bæði Portúgal og Frakkland náðu aðeins jafntefli í sínum leikjum og minnkuðu því líkurnar á því að þessi lið komist í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku sem hefst á næsta ári. Skotar eru þó í draumlandi eftir sigur á Makedóníu í kvöld. Það skemmdi heldur ekki fyrir að Norðmenn náðu aðeins jafntefli gegn Íslandi í kvöld. Einna athyglisverðast þykir að lið eins og Slóvakía og Norður-Írland eru í fínum málum í sínum riðlum.1. riðill: Danmörk - Portúgal 1-1 1-0 Nicklas Bendtner (42.) 1-1 Liedson (86.)Ungverjaland - Svíþjóð 1-2 0-1 Olof Mellberg (8.) 1-1 Szabolcs Huszti, víti (79.) 1-2 Zlatan Ibrahimovic (94.)Staðan: Danmörk 17 stig, Ungverjaland 13, Svíþjóð 12, Portúgal 10, Albanía 6 og Malta 1. Danir eru í góðri stöðu og geta tryggt sér efsta sæti riðilsins á miðvikudagskvöldið með sigri á Albaníu. Svíar þyrftu þó að tapa fyrir Möltu sem er ólíklegt. Danir gerðu 1-1 jafntefli við Portúgal í kvöld og síðarnefnda þjóðin í bullandi vandræðum. Allt útlit er fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar komist ekki á HM þó svo að öll nótt sé ekki úti enn.2. riðill:Moldóva - Lúxemborg 0-0 Ísrael - Lettland 0-1 Sviss - Grikkland 2-0 Staðan: Sviss 16 stig, Grikkland 13, Lettland 13, Ísrael 9, Lúxemborg 5 og Moldóva 2. Spennan er mikil í riðlinum en sigur Sviss á Grikkjum í kvöld var afar mikilvægur. Lettar geta enn blandað sér í toppbaráttuna eftir góðan útisigur á Ísrael í kvöld. 3. riðill:Pólland - Norður-Írland 1-1 Slóvakía - Tékkland 2-2 Staðan: Slóvakía 16 stig, Norður-Írland 14*, Pólland 11, Slóvenía 11, Tékkland 9 og San Marino 0*. *eftir átta leiki. Önnur lið hafa leikið sjö leiki. Staðan í þessum riðli er með ólíkindum. Slóvakía og Norður-Írland standa best að vígi og Slóvakar geta tryggt sér efsta sæti riðilsins ef þeir vinna Norður-Íra á miðvikudaginn og leikur Slóveníu og Póllands lyktar með jafntefli. Tékkar eru þó í afar slæmum málum eftir jafnteflið í kvöld og ná væntanlega ekki öðru sæti riðilsins. Pólverjar og Slóvenar halda enn í vonina.4. riðill: Aserbaídsjan - Finnland 1-2 Rússland - Liechtenstein 3-0 Staðan: Þýskaland 19 stig, Rússland 18, Finnland 13, Wales 9, Aserbaídsjan 1 og Liechtenstein 1. Fátt virðist koma í veg fyrir að Þýskaland og Rússland verða í efstu tveimur sætunum. Liðin mætast 10. október næstkomandi í Moskvu og verður það væntanlega úrslitaleikur um efsta sætið.5. riðill:Armenía - Bosnía 0-2 Tyrkland - Eistland 4-2 Spánn - Belgía 5-0 1-0 David Silva (41.) 2-0 David Villa (49.) 3-0 Gerard Pique (50.) 4-0 David Silva (68.) 5-0 David Villa (85.)Staðan: Spánn 21 stig, Bosnía 15, Tyrkland 11, Belgía 7, Eistland 5 og Armenía 1. Spánverjar unnu stórsigur á Belgum og geta komist á HM með sigri á Eistlandi á miðvikudaginn ef Tyrkland tapar ekki fyrir Bosníu á sama tíma. En annars virðist það formsatriði fyrir Evrópumeistarana að klára þennan riðil.6. riðill:Úkraína - Andorra 5-0 Króatía - Hvíta-Rússland 1-0 Staðan: England 21 stig, Króatía 17*, Úkraína 14, Hvíta-Rússland 9, Kasakstan 3 og Andorra 0*. *eftir átta leiki, önnur lið hafa leikið sjö leiki. Englendingar spiluðu ekki í kvöld en augu allra beinast að leik liðsins gegn Króatíu á miðvikudaginn. Sigri Englendingar eru þeir komnir inn á HM, svo einfalt er það.7. riðill:Austurríki - Færeyjar 3-1 Frakkland - Rúmenía 1-1 1-0 Thierry Henry (48.), 1-1 Julien Escude, sjálfsmark (56.) Staðan: Serbía 18 stig, Frakkland 14, Austurríki 10, Litháen 9, Rúmenía 8 og Færeyjar 1. Frakkar máttu ekki við því að gera jafntefli í kvöld. Nú eru Serbar í þeirri stöðu að sigur á Frökkum á heimavelli á miðvikudaginn þýðir að liðið er komið inn á HM. En þótt Frakkar vinni er líklegast að þeir þurfi að fara í umspil til að komast til Suður-Afríku.8. riðill: Búlgaría - Svartfjallaland 4-1 Georgía - Ítalía 0-2 0-1 Kakha Kaladze, sjálfsmark (57.) 0-2 Kakha Kaladze, sjálfsmark (67.)Kýpur - Írland 1-2 Staðan: Ítalía 17 stig, Írland 16*, Búlgaría 11, Kýpur 5, Svartfjallaland 4, Georgía 3. Það ótrúlega við þennan riðil er að þrjú efstu liðin eru enn taplaus. Búlgarar hafa til að mynda gert fimm jafntefli í sjö leikjum. Ítalir standa best að vígi en þó er ekkert öruggt enn. Kakha Kaladze skoraði bæði mörk Ítalíu í kvöld en hann er jú leikmaður Georgíu og verður væntanlega brotinn og beygður á Laugardalsvellinum á miðvikudag.9. riðill:Skotland - Makedónía 2-0 Ísland - Noregur 1-1 Staðan: Holland 21 stig, Skotland 10, Noregur 7, Makedónía 7 og Ísland 5. Holland tryggði sig inn á HM á Laugardalsvellinum í vor og hefur verið með ótrúlega yfirburði í riðlinum. Jafntefli Norðmanna þýðir að Skotar eru í lykilstöðu í riðlinum. Hins vegar þurfa Skotar að vinna Hollendinga á miðvikudaginn því það er hæpið að tíu eða ellefu stig duga til að komast í umspilið. Af þeim níu liðum sem lenda í öðru sæti sinna riðla komast aðeins þau átta áfram. Eitt situr eftir - það með lakasta árangurinn. Miðað við hvernig þessi riðill hefur þróast verður að telja einna líklegast að „níunda" liðið komi úr þessum riðli.
Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Sjá meira