Allt um leiki dagsins: Frakkar í vandræðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. september 2009 23:52 William Gallas var heldur niðurlútur eftir að Frakkar gerðu jafntefli við Rúmeníu í kvöld. Nordic Photos / AFP Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM 2010 í Evrópu í dag. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins og veltir fyrir sér framhaldinu. Helst bar til tíðinda að bæði Portúgal og Frakkland náðu aðeins jafntefli í sínum leikjum og minnkuðu því líkurnar á því að þessi lið komist í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku sem hefst á næsta ári. Skotar eru þó í draumlandi eftir sigur á Makedóníu í kvöld. Það skemmdi heldur ekki fyrir að Norðmenn náðu aðeins jafntefli gegn Íslandi í kvöld. Einna athyglisverðast þykir að lið eins og Slóvakía og Norður-Írland eru í fínum málum í sínum riðlum.1. riðill: Danmörk - Portúgal 1-1 1-0 Nicklas Bendtner (42.) 1-1 Liedson (86.)Ungverjaland - Svíþjóð 1-2 0-1 Olof Mellberg (8.) 1-1 Szabolcs Huszti, víti (79.) 1-2 Zlatan Ibrahimovic (94.)Staðan: Danmörk 17 stig, Ungverjaland 13, Svíþjóð 12, Portúgal 10, Albanía 6 og Malta 1. Danir eru í góðri stöðu og geta tryggt sér efsta sæti riðilsins á miðvikudagskvöldið með sigri á Albaníu. Svíar þyrftu þó að tapa fyrir Möltu sem er ólíklegt. Danir gerðu 1-1 jafntefli við Portúgal í kvöld og síðarnefnda þjóðin í bullandi vandræðum. Allt útlit er fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar komist ekki á HM þó svo að öll nótt sé ekki úti enn.2. riðill:Moldóva - Lúxemborg 0-0 Ísrael - Lettland 0-1 Sviss - Grikkland 2-0 Staðan: Sviss 16 stig, Grikkland 13, Lettland 13, Ísrael 9, Lúxemborg 5 og Moldóva 2. Spennan er mikil í riðlinum en sigur Sviss á Grikkjum í kvöld var afar mikilvægur. Lettar geta enn blandað sér í toppbaráttuna eftir góðan útisigur á Ísrael í kvöld. 3. riðill:Pólland - Norður-Írland 1-1 Slóvakía - Tékkland 2-2 Staðan: Slóvakía 16 stig, Norður-Írland 14*, Pólland 11, Slóvenía 11, Tékkland 9 og San Marino 0*. *eftir átta leiki. Önnur lið hafa leikið sjö leiki. Staðan í þessum riðli er með ólíkindum. Slóvakía og Norður-Írland standa best að vígi og Slóvakar geta tryggt sér efsta sæti riðilsins ef þeir vinna Norður-Íra á miðvikudaginn og leikur Slóveníu og Póllands lyktar með jafntefli. Tékkar eru þó í afar slæmum málum eftir jafnteflið í kvöld og ná væntanlega ekki öðru sæti riðilsins. Pólverjar og Slóvenar halda enn í vonina.4. riðill: Aserbaídsjan - Finnland 1-2 Rússland - Liechtenstein 3-0 Staðan: Þýskaland 19 stig, Rússland 18, Finnland 13, Wales 9, Aserbaídsjan 1 og Liechtenstein 1. Fátt virðist koma í veg fyrir að Þýskaland og Rússland verða í efstu tveimur sætunum. Liðin mætast 10. október næstkomandi í Moskvu og verður það væntanlega úrslitaleikur um efsta sætið.5. riðill:Armenía - Bosnía 0-2 Tyrkland - Eistland 4-2 Spánn - Belgía 5-0 1-0 David Silva (41.) 2-0 David Villa (49.) 3-0 Gerard Pique (50.) 4-0 David Silva (68.) 5-0 David Villa (85.)Staðan: Spánn 21 stig, Bosnía 15, Tyrkland 11, Belgía 7, Eistland 5 og Armenía 1. Spánverjar unnu stórsigur á Belgum og geta komist á HM með sigri á Eistlandi á miðvikudaginn ef Tyrkland tapar ekki fyrir Bosníu á sama tíma. En annars virðist það formsatriði fyrir Evrópumeistarana að klára þennan riðil.6. riðill:Úkraína - Andorra 5-0 Króatía - Hvíta-Rússland 1-0 Staðan: England 21 stig, Króatía 17*, Úkraína 14, Hvíta-Rússland 9, Kasakstan 3 og Andorra 0*. *eftir átta leiki, önnur lið hafa leikið sjö leiki. Englendingar spiluðu ekki í kvöld en augu allra beinast að leik liðsins gegn Króatíu á miðvikudaginn. Sigri Englendingar eru þeir komnir inn á HM, svo einfalt er það.7. riðill:Austurríki - Færeyjar 3-1 Frakkland - Rúmenía 1-1 1-0 Thierry Henry (48.), 1-1 Julien Escude, sjálfsmark (56.) Staðan: Serbía 18 stig, Frakkland 14, Austurríki 10, Litháen 9, Rúmenía 8 og Færeyjar 1. Frakkar máttu ekki við því að gera jafntefli í kvöld. Nú eru Serbar í þeirri stöðu að sigur á Frökkum á heimavelli á miðvikudaginn þýðir að liðið er komið inn á HM. En þótt Frakkar vinni er líklegast að þeir þurfi að fara í umspil til að komast til Suður-Afríku.8. riðill: Búlgaría - Svartfjallaland 4-1 Georgía - Ítalía 0-2 0-1 Kakha Kaladze, sjálfsmark (57.) 0-2 Kakha Kaladze, sjálfsmark (67.)Kýpur - Írland 1-2 Staðan: Ítalía 17 stig, Írland 16*, Búlgaría 11, Kýpur 5, Svartfjallaland 4, Georgía 3. Það ótrúlega við þennan riðil er að þrjú efstu liðin eru enn taplaus. Búlgarar hafa til að mynda gert fimm jafntefli í sjö leikjum. Ítalir standa best að vígi en þó er ekkert öruggt enn. Kakha Kaladze skoraði bæði mörk Ítalíu í kvöld en hann er jú leikmaður Georgíu og verður væntanlega brotinn og beygður á Laugardalsvellinum á miðvikudag.9. riðill:Skotland - Makedónía 2-0 Ísland - Noregur 1-1 Staðan: Holland 21 stig, Skotland 10, Noregur 7, Makedónía 7 og Ísland 5. Holland tryggði sig inn á HM á Laugardalsvellinum í vor og hefur verið með ótrúlega yfirburði í riðlinum. Jafntefli Norðmanna þýðir að Skotar eru í lykilstöðu í riðlinum. Hins vegar þurfa Skotar að vinna Hollendinga á miðvikudaginn því það er hæpið að tíu eða ellefu stig duga til að komast í umspilið. Af þeim níu liðum sem lenda í öðru sæti sinna riðla komast aðeins þau átta áfram. Eitt situr eftir - það með lakasta árangurinn. Miðað við hvernig þessi riðill hefur þróast verður að telja einna líklegast að „níunda" liðið komi úr þessum riðli. Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira
Fjölmargir leikir fóru fram í undankeppni HM 2010 í Evrópu í dag. Vísir tekur hér saman úrslit dagsins og veltir fyrir sér framhaldinu. Helst bar til tíðinda að bæði Portúgal og Frakkland náðu aðeins jafntefli í sínum leikjum og minnkuðu því líkurnar á því að þessi lið komist í úrslitakeppni HM í Suður-Afríku sem hefst á næsta ári. Skotar eru þó í draumlandi eftir sigur á Makedóníu í kvöld. Það skemmdi heldur ekki fyrir að Norðmenn náðu aðeins jafntefli gegn Íslandi í kvöld. Einna athyglisverðast þykir að lið eins og Slóvakía og Norður-Írland eru í fínum málum í sínum riðlum.1. riðill: Danmörk - Portúgal 1-1 1-0 Nicklas Bendtner (42.) 1-1 Liedson (86.)Ungverjaland - Svíþjóð 1-2 0-1 Olof Mellberg (8.) 1-1 Szabolcs Huszti, víti (79.) 1-2 Zlatan Ibrahimovic (94.)Staðan: Danmörk 17 stig, Ungverjaland 13, Svíþjóð 12, Portúgal 10, Albanía 6 og Malta 1. Danir eru í góðri stöðu og geta tryggt sér efsta sæti riðilsins á miðvikudagskvöldið með sigri á Albaníu. Svíar þyrftu þó að tapa fyrir Möltu sem er ólíklegt. Danir gerðu 1-1 jafntefli við Portúgal í kvöld og síðarnefnda þjóðin í bullandi vandræðum. Allt útlit er fyrir að Cristiano Ronaldo og félagar komist ekki á HM þó svo að öll nótt sé ekki úti enn.2. riðill:Moldóva - Lúxemborg 0-0 Ísrael - Lettland 0-1 Sviss - Grikkland 2-0 Staðan: Sviss 16 stig, Grikkland 13, Lettland 13, Ísrael 9, Lúxemborg 5 og Moldóva 2. Spennan er mikil í riðlinum en sigur Sviss á Grikkjum í kvöld var afar mikilvægur. Lettar geta enn blandað sér í toppbaráttuna eftir góðan útisigur á Ísrael í kvöld. 3. riðill:Pólland - Norður-Írland 1-1 Slóvakía - Tékkland 2-2 Staðan: Slóvakía 16 stig, Norður-Írland 14*, Pólland 11, Slóvenía 11, Tékkland 9 og San Marino 0*. *eftir átta leiki. Önnur lið hafa leikið sjö leiki. Staðan í þessum riðli er með ólíkindum. Slóvakía og Norður-Írland standa best að vígi og Slóvakar geta tryggt sér efsta sæti riðilsins ef þeir vinna Norður-Íra á miðvikudaginn og leikur Slóveníu og Póllands lyktar með jafntefli. Tékkar eru þó í afar slæmum málum eftir jafnteflið í kvöld og ná væntanlega ekki öðru sæti riðilsins. Pólverjar og Slóvenar halda enn í vonina.4. riðill: Aserbaídsjan - Finnland 1-2 Rússland - Liechtenstein 3-0 Staðan: Þýskaland 19 stig, Rússland 18, Finnland 13, Wales 9, Aserbaídsjan 1 og Liechtenstein 1. Fátt virðist koma í veg fyrir að Þýskaland og Rússland verða í efstu tveimur sætunum. Liðin mætast 10. október næstkomandi í Moskvu og verður það væntanlega úrslitaleikur um efsta sætið.5. riðill:Armenía - Bosnía 0-2 Tyrkland - Eistland 4-2 Spánn - Belgía 5-0 1-0 David Silva (41.) 2-0 David Villa (49.) 3-0 Gerard Pique (50.) 4-0 David Silva (68.) 5-0 David Villa (85.)Staðan: Spánn 21 stig, Bosnía 15, Tyrkland 11, Belgía 7, Eistland 5 og Armenía 1. Spánverjar unnu stórsigur á Belgum og geta komist á HM með sigri á Eistlandi á miðvikudaginn ef Tyrkland tapar ekki fyrir Bosníu á sama tíma. En annars virðist það formsatriði fyrir Evrópumeistarana að klára þennan riðil.6. riðill:Úkraína - Andorra 5-0 Króatía - Hvíta-Rússland 1-0 Staðan: England 21 stig, Króatía 17*, Úkraína 14, Hvíta-Rússland 9, Kasakstan 3 og Andorra 0*. *eftir átta leiki, önnur lið hafa leikið sjö leiki. Englendingar spiluðu ekki í kvöld en augu allra beinast að leik liðsins gegn Króatíu á miðvikudaginn. Sigri Englendingar eru þeir komnir inn á HM, svo einfalt er það.7. riðill:Austurríki - Færeyjar 3-1 Frakkland - Rúmenía 1-1 1-0 Thierry Henry (48.), 1-1 Julien Escude, sjálfsmark (56.) Staðan: Serbía 18 stig, Frakkland 14, Austurríki 10, Litháen 9, Rúmenía 8 og Færeyjar 1. Frakkar máttu ekki við því að gera jafntefli í kvöld. Nú eru Serbar í þeirri stöðu að sigur á Frökkum á heimavelli á miðvikudaginn þýðir að liðið er komið inn á HM. En þótt Frakkar vinni er líklegast að þeir þurfi að fara í umspil til að komast til Suður-Afríku.8. riðill: Búlgaría - Svartfjallaland 4-1 Georgía - Ítalía 0-2 0-1 Kakha Kaladze, sjálfsmark (57.) 0-2 Kakha Kaladze, sjálfsmark (67.)Kýpur - Írland 1-2 Staðan: Ítalía 17 stig, Írland 16*, Búlgaría 11, Kýpur 5, Svartfjallaland 4, Georgía 3. Það ótrúlega við þennan riðil er að þrjú efstu liðin eru enn taplaus. Búlgarar hafa til að mynda gert fimm jafntefli í sjö leikjum. Ítalir standa best að vígi en þó er ekkert öruggt enn. Kakha Kaladze skoraði bæði mörk Ítalíu í kvöld en hann er jú leikmaður Georgíu og verður væntanlega brotinn og beygður á Laugardalsvellinum á miðvikudag.9. riðill:Skotland - Makedónía 2-0 Ísland - Noregur 1-1 Staðan: Holland 21 stig, Skotland 10, Noregur 7, Makedónía 7 og Ísland 5. Holland tryggði sig inn á HM á Laugardalsvellinum í vor og hefur verið með ótrúlega yfirburði í riðlinum. Jafntefli Norðmanna þýðir að Skotar eru í lykilstöðu í riðlinum. Hins vegar þurfa Skotar að vinna Hollendinga á miðvikudaginn því það er hæpið að tíu eða ellefu stig duga til að komast í umspilið. Af þeim níu liðum sem lenda í öðru sæti sinna riðla komast aðeins þau átta áfram. Eitt situr eftir - það með lakasta árangurinn. Miðað við hvernig þessi riðill hefur þróast verður að telja einna líklegast að „níunda" liðið komi úr þessum riðli.
Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Sjá meira