Enski boltinn

Jamie Carragher meiddist í tapi Liverpool á móti Atlético Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jamie Carragher fór snemma meiddur af velli.
Jamie Carragher fór snemma meiddur af velli. Mynd/AFP

Undirbúningstímabilið hjá Liverpool endaði ekki vel í dag því auk þess að tapa 1-2 fyrir Atlético Madrid á Anfield þá missti Liverpool-liðið Jamie Carragher meiddan af velli eftir aðeins tólf mínútna leik.

Sergio Agüero skoraði fyrra mark Atlético Madrid með skutluskalla og lagði síðan upp það síðara fyrir Diego Forlan með laglegri hælsendingu. Lucas Leiva lék í stöðu Xabi Alonso á miðjunni og náði að minnka muninn í lokin.

Rafael Benítez, stjóri Liverpool, er kominn í mikil vandræði með varnarmenn hjá liðinu en framundan er leikur á móti Tottenham í fyrstu umferð ensku úrvalsdeildarinnar um næstu helgi.

Martin Skrtel, Daniel Agger og Fabio Aurelio eru allir meiddir og þá er hann búinn að selja þá Sami Hyypia og Alvaro Arbeloa. Spænsku unglingarnir Danny Ayala og Mikel san Jose léku í vörn Liverpool í þessum leik á móti Atlético.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×