Leita fjárfesta vegna heilsuþorps á Flúðum 10. nóvember 2009 05:00 Frá flúðum Finnist fjárfestar og gangi allt eftir mun á annað hundrað starfa verða til í tengslum við heilsuþorpið. fréttablaðið/stefán Aðstandendur fyrirhugaðs heilsuþorps á Flúðum halda áformum sínum ótrauðir áfram þótt dágóð leit að fjárfestum hafi enn ekki borið árangur. Tæpt ár er síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu milli Heilsuþorpa ehf. og Hrunamannahrepps um uppbyggingu 200 íbúða heilsuþorps með hvíldar- og endurhæfingaraðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Skipulagsvinnu í Hrunamannahreppi er lokið og verið er að teikna íbúðahús og þjónustubyggingu. Ætlað er að allt að 140 störf kunni að skapast á byggingatíma en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin er komin í gang auk 400 afleiddra starfa. Kostnaðurinn er talinn nema 5,5 milljörðum króna. Árni Gunnarsson, einn aðstandenda Heilsuþorpa, segir fyrirtækið hafa kynnt verkefnið fyrir nokkrum erlendum fjárfestum en allir hafi þeir varann á gagnvart Íslandi og enginn hafi enn lýst sig reiðubúinn til að koma með fjármagn inn í landið. Fjárfestar austan hafs og vestan séu þó að fara yfir viðskiptaáætlunina og skoða málið. Þá sé von á kínverskum fjárfestum í heimsókn. Að auki hefur verkefnið verið kynnt íslenskum lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum sem einnig hafi það til athugunar. Árni kveðst jafnframt hafa rætt við alla íslensku bankana en án árangurs. „Þar er allt lokað, jafnvel þó svo að bankarnir séu að þenjast út af peningum,“ segir hann. Efndir fylgi ekki orðum um nýsköpun. „Það er mikið talað um að það eigi að aðstoða sprotafyrirtæki en við verðum ekki varir við aðgang að fjármagni,“ segir Árni. Nýverið fundaði hann með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. „Hann hefur reynst okkur mjög vel og gert það sem hann hefur getað. Hann og hans kona þekkja margt fólk og kannski kemur eitthvað út úr því. Ég hef sagt honum að ekkert sé að óttast því þetta er ekki útrásarverkefni heldur innrásarverkefni,“ segir Árni. Heilsuþorp er sjö ára fyrirtæki sem upphaflega hugðist reisa heilsuþorp á Spáni í samvinnu við þarlenda fjárfesta. Þeir urðu illilega fyrir barðinu á kreppunni og verkefninu var því sjálfhætt. Í framhaldinu var kosta á Íslandi leitað og urðu Flúðir fyrir valinu. „Það var langsamlega besti kosturinn,“ segir Árni. „Þar eru golfvellir, flugvöllur, gróðurhús, hestaleigur, gnótt af heitu og köldu vatni og afar jákvæð sveitarstjórn. Við höldum þessu ótrauð áfram enda verkefnið komið á talsverðan skrið.“ bjorn@frettabladid.is Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira
Aðstandendur fyrirhugaðs heilsuþorps á Flúðum halda áformum sínum ótrauðir áfram þótt dágóð leit að fjárfestum hafi enn ekki borið árangur. Tæpt ár er síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu milli Heilsuþorpa ehf. og Hrunamannahrepps um uppbyggingu 200 íbúða heilsuþorps með hvíldar- og endurhæfingaraðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Skipulagsvinnu í Hrunamannahreppi er lokið og verið er að teikna íbúðahús og þjónustubyggingu. Ætlað er að allt að 140 störf kunni að skapast á byggingatíma en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin er komin í gang auk 400 afleiddra starfa. Kostnaðurinn er talinn nema 5,5 milljörðum króna. Árni Gunnarsson, einn aðstandenda Heilsuþorpa, segir fyrirtækið hafa kynnt verkefnið fyrir nokkrum erlendum fjárfestum en allir hafi þeir varann á gagnvart Íslandi og enginn hafi enn lýst sig reiðubúinn til að koma með fjármagn inn í landið. Fjárfestar austan hafs og vestan séu þó að fara yfir viðskiptaáætlunina og skoða málið. Þá sé von á kínverskum fjárfestum í heimsókn. Að auki hefur verkefnið verið kynnt íslenskum lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum sem einnig hafi það til athugunar. Árni kveðst jafnframt hafa rætt við alla íslensku bankana en án árangurs. „Þar er allt lokað, jafnvel þó svo að bankarnir séu að þenjast út af peningum,“ segir hann. Efndir fylgi ekki orðum um nýsköpun. „Það er mikið talað um að það eigi að aðstoða sprotafyrirtæki en við verðum ekki varir við aðgang að fjármagni,“ segir Árni. Nýverið fundaði hann með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. „Hann hefur reynst okkur mjög vel og gert það sem hann hefur getað. Hann og hans kona þekkja margt fólk og kannski kemur eitthvað út úr því. Ég hef sagt honum að ekkert sé að óttast því þetta er ekki útrásarverkefni heldur innrásarverkefni,“ segir Árni. Heilsuþorp er sjö ára fyrirtæki sem upphaflega hugðist reisa heilsuþorp á Spáni í samvinnu við þarlenda fjárfesta. Þeir urðu illilega fyrir barðinu á kreppunni og verkefninu var því sjálfhætt. Í framhaldinu var kosta á Íslandi leitað og urðu Flúðir fyrir valinu. „Það var langsamlega besti kosturinn,“ segir Árni. „Þar eru golfvellir, flugvöllur, gróðurhús, hestaleigur, gnótt af heitu og köldu vatni og afar jákvæð sveitarstjórn. Við höldum þessu ótrauð áfram enda verkefnið komið á talsverðan skrið.“ bjorn@frettabladid.is
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Sjá meira