Leita fjárfesta vegna heilsuþorps á Flúðum 10. nóvember 2009 05:00 Frá flúðum Finnist fjárfestar og gangi allt eftir mun á annað hundrað starfa verða til í tengslum við heilsuþorpið. fréttablaðið/stefán Aðstandendur fyrirhugaðs heilsuþorps á Flúðum halda áformum sínum ótrauðir áfram þótt dágóð leit að fjárfestum hafi enn ekki borið árangur. Tæpt ár er síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu milli Heilsuþorpa ehf. og Hrunamannahrepps um uppbyggingu 200 íbúða heilsuþorps með hvíldar- og endurhæfingaraðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Skipulagsvinnu í Hrunamannahreppi er lokið og verið er að teikna íbúðahús og þjónustubyggingu. Ætlað er að allt að 140 störf kunni að skapast á byggingatíma en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin er komin í gang auk 400 afleiddra starfa. Kostnaðurinn er talinn nema 5,5 milljörðum króna. Árni Gunnarsson, einn aðstandenda Heilsuþorpa, segir fyrirtækið hafa kynnt verkefnið fyrir nokkrum erlendum fjárfestum en allir hafi þeir varann á gagnvart Íslandi og enginn hafi enn lýst sig reiðubúinn til að koma með fjármagn inn í landið. Fjárfestar austan hafs og vestan séu þó að fara yfir viðskiptaáætlunina og skoða málið. Þá sé von á kínverskum fjárfestum í heimsókn. Að auki hefur verkefnið verið kynnt íslenskum lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum sem einnig hafi það til athugunar. Árni kveðst jafnframt hafa rætt við alla íslensku bankana en án árangurs. „Þar er allt lokað, jafnvel þó svo að bankarnir séu að þenjast út af peningum,“ segir hann. Efndir fylgi ekki orðum um nýsköpun. „Það er mikið talað um að það eigi að aðstoða sprotafyrirtæki en við verðum ekki varir við aðgang að fjármagni,“ segir Árni. Nýverið fundaði hann með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. „Hann hefur reynst okkur mjög vel og gert það sem hann hefur getað. Hann og hans kona þekkja margt fólk og kannski kemur eitthvað út úr því. Ég hef sagt honum að ekkert sé að óttast því þetta er ekki útrásarverkefni heldur innrásarverkefni,“ segir Árni. Heilsuþorp er sjö ára fyrirtæki sem upphaflega hugðist reisa heilsuþorp á Spáni í samvinnu við þarlenda fjárfesta. Þeir urðu illilega fyrir barðinu á kreppunni og verkefninu var því sjálfhætt. Í framhaldinu var kosta á Íslandi leitað og urðu Flúðir fyrir valinu. „Það var langsamlega besti kosturinn,“ segir Árni. „Þar eru golfvellir, flugvöllur, gróðurhús, hestaleigur, gnótt af heitu og köldu vatni og afar jákvæð sveitarstjórn. Við höldum þessu ótrauð áfram enda verkefnið komið á talsverðan skrið.“ bjorn@frettabladid.is Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira
Aðstandendur fyrirhugaðs heilsuþorps á Flúðum halda áformum sínum ótrauðir áfram þótt dágóð leit að fjárfestum hafi enn ekki borið árangur. Tæpt ár er síðan skrifað var undir viljayfirlýsingu milli Heilsuþorpa ehf. og Hrunamannahrepps um uppbyggingu 200 íbúða heilsuþorps með hvíldar- og endurhæfingaraðstöðu í Laxárhlíð við Flúðir. Skipulagsvinnu í Hrunamannahreppi er lokið og verið er að teikna íbúðahús og þjónustubyggingu. Ætlað er að allt að 140 störf kunni að skapast á byggingatíma en á annað hundrað beinna starfa þegar starfsemin er komin í gang auk 400 afleiddra starfa. Kostnaðurinn er talinn nema 5,5 milljörðum króna. Árni Gunnarsson, einn aðstandenda Heilsuþorpa, segir fyrirtækið hafa kynnt verkefnið fyrir nokkrum erlendum fjárfestum en allir hafi þeir varann á gagnvart Íslandi og enginn hafi enn lýst sig reiðubúinn til að koma með fjármagn inn í landið. Fjárfestar austan hafs og vestan séu þó að fara yfir viðskiptaáætlunina og skoða málið. Þá sé von á kínverskum fjárfestum í heimsókn. Að auki hefur verkefnið verið kynnt íslenskum lífeyrissjóðum og verkalýðsfélögum sem einnig hafi það til athugunar. Árni kveðst jafnframt hafa rætt við alla íslensku bankana en án árangurs. „Þar er allt lokað, jafnvel þó svo að bankarnir séu að þenjast út af peningum,“ segir hann. Efndir fylgi ekki orðum um nýsköpun. „Það er mikið talað um að það eigi að aðstoða sprotafyrirtæki en við verðum ekki varir við aðgang að fjármagni,“ segir Árni. Nýverið fundaði hann með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta. „Hann hefur reynst okkur mjög vel og gert það sem hann hefur getað. Hann og hans kona þekkja margt fólk og kannski kemur eitthvað út úr því. Ég hef sagt honum að ekkert sé að óttast því þetta er ekki útrásarverkefni heldur innrásarverkefni,“ segir Árni. Heilsuþorp er sjö ára fyrirtæki sem upphaflega hugðist reisa heilsuþorp á Spáni í samvinnu við þarlenda fjárfesta. Þeir urðu illilega fyrir barðinu á kreppunni og verkefninu var því sjálfhætt. Í framhaldinu var kosta á Íslandi leitað og urðu Flúðir fyrir valinu. „Það var langsamlega besti kosturinn,“ segir Árni. „Þar eru golfvellir, flugvöllur, gróðurhús, hestaleigur, gnótt af heitu og köldu vatni og afar jákvæð sveitarstjórn. Við höldum þessu ótrauð áfram enda verkefnið komið á talsverðan skrið.“ bjorn@frettabladid.is
Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Sjá meira