Íslenski boltinn

Alfreð og Arnór áfram hjá Blikum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð eftir bikarúrslitaleikinn.
Alfreð eftir bikarúrslitaleikinn.

Blikum bárust góð tíðindi í dag þegar staðfest var að þeir Alfreð Finnbogason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefðu skrifað undir nýjan samning við félagið.

Þeir félagar skrifuðu báðir undir nýjan tveggja ára samning.

Þessir ungi og bráðefnilegu unglingalandsliðsmenn voru í lykilhlutverki í liði Blika á síðustu leiktíð en félagið vann þá sinn fyrsta stóra titil í meistaraflokki karla.

Alfreð var að gæla við að komast í atvinnumennsku og reyndi meðal annars fyrir sér á Englandi og Noregi en var ekki boðinn samningur.

Hann verður væntanlega með Blikum í sumar úr því sem komið er en hann sló eftirminnilega í gegn síðasta sumar og var valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×