Enski boltinn

Rooney: Spila vonandi enn með landsliðinu á HM 2018

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Gordon Brown, forsætisráðherra Breta.
Wayne Rooney og Gordon Brown, forsætisráðherra Breta. Mynd/AFP

Wayne Rooney, nýkrýndur Englandsmeistari með Manchester United, ætlar að berjast fyrir því að Englendingar fái að halda HM í knattspyrnu árið 2018 og vonast sjálfur til þess að vera enn að spila með landsliðinu eftir níu ár.

„Það er yrði ótrúlegt að spila á HM á heimavelli. Það er mjög sérstakt að spila með landsliðinu í úrslitakeppni HM og vonandi fáum við tækifæri til þess að halda keppnina árið 2018," sagði Rooney.

„Ég vonast sjálfur eftir að vera enn að spila og að við getum þá gert góða hluti á okkar heimavelli," sagði Wayne Rooney í viðtali við spænska blaðið Sport.

Rooney verður 32 ára gamall þegar HM 2018 fer fram en hann hefur þegar skorað 21 mörk í 50 landsleikjum fyrir England.

England keppir um að fá að halda HM 2018 og er þar í samkeppni við Katar, Rússlandi, Spáni og Portúgal, Bandaríkjunum og Ástralíu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×