Enski boltinn

Pandev orðaður við Tottenham

AFP

Makedóníumaðurinn Goran Pandev hjá Lazio á Ítalíu er einn af efstu mönnunum á innkaupalista Tottenham í sumar eftir því sem fram kemur í ítölskum fjölmiðlum í dag.

Pandev er samningsbundinn Lazio út árið 2011 en félagið hefur verið í rekstrarerfiðleikum í nokkur ár og gæti því freistast til að selja sinn besta leikmann í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×