Fótbolti

Drillo búinn að velja norska hópinn

NordicPhotos/GettyImages

Egill Drillo Olsen landsliðsþjálfari Norðmanna í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir leikina gegn Makedóníumönnum og Hollendingum í byrjun næsta mánaðar.

Norðmenn leika í riðli með Íslendingum og þeir eiga tvo erfiða útileiki fyrir höndum í byrjun júní.

Þeir sækja Makedóníumenn heim þann 6. júní og Hollendinga fjórum dögum síðar. Norðmenn eru í neðsta sæti 9. riðils með aðeins tvö stig eftir þrjá leiki, en eiga reyndar einn og tvo leiki til góða á hin liðin í riðlinum.

Hollendingar eru á toppnum með fullt hús, 15 stig, Skotar hafa 7 stig, Íslendingar 4 stig og Makedónar 3.

Drillo er þegar búinn að leggja línurnar fyrir leikinn gegn Makedóníu og kallaði stórstjörnu liðsins Goran Pandev prímadonnu í samtali við Aftenposten í dag.

Norski hópurinn:

Markverðir: Rune Almenning Jarstein (Rosenborg Trondheim), Jon Knudsen (Stabaek), Hakon Opdal (Brann Bergen)

Varnarmenn: Trond Erik Bertelsen (Viking Stavanger), Morten Fevang (Odd Grenland), Brede Hangeland (Fulham), Jon Inge Hoiland (Stabaek), Tore Reginiussen (Tromso), John Arne Riise (AS Roma), Kjetil Waehler (AaB Aalborg)

Miðjumenn: Simen Brenne (Odd Grenland), Morten Gamst Pedersen (Blackburn Rovers), Christian Grindheim (Heerenveen), Henning Hauger (Stabaek), Bjorn Helge Riise (Lillestrom), Per Ciljan Skjelbred (Rosenborg Trondheim), Fredrik Winsnes (Stromsgodset IF)

Framherjar: Daniel Braaten (Toulouse), John Carew (Aston Villa), Erik Huseklepp (Brann Bergen), Steffen Iversen (Rosenborg Trondheim)








Fleiri fréttir

Sjá meira


×