Fótbolti

Þjóðarstolt Frakka undir gegn Færeyingum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka.
Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakka. Nordic Photos / AFP

Raymond Domenech, landsliðsþjálfari Frakklands, segir að sjálft þjóðarstoltið sé undir í leik liðsins gegn Færeyingum í undankeppni HM 2010 á morgun.

Sem stendur eru Frakkar í öðru sæti síns riðils og átta stigum á eftir Serbum. Frakkar eiga þó tvo leiki til góða á Serba en mega alls ekki við því að tapa stigum á morgun.

„Þið verðið að vera sannir sjálfum ykkur og verðugir þess að klæðast frönsku landsliðstreyjunni," sagði Domenech. „Allt annað en sigur yrði stórslys. Ef þeir ellefu leikmenn sem byrja inn á spila samkvæmt eigin getu vitum við að við munum vinna leikinn."

Frökkum gegn nokkuð illa að komast í gegnum síðustu tvær undankeppnir stórmóta og riðu þar að auki ekki feitum hesti frá úrslitakeppni EM 2008 í fyrra.

„Ef við vinnum ekki Færeyjar eigum við ekki heima á HM," sagði Nicolas Anelka, leikmaður Chelsea, um leikinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×