Fótbolti

Fletcher ætlar sér til Suður-Afríku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Fletcher, til hægri, í leik Íslands og Skotlands á Laugardalsvellinum í fyrra.
Darren Fletcher, til hægri, í leik Íslands og Skotlands á Laugardalsvellinum í fyrra. Mynd/Vilhelm

Darren Fletcher, leikmaður skoska landsliðsins, er harðákveðinn í því að koma skoska landsliðinu á HM í Suður-Afríku sem fer þar fram á næsta ári.

Skotland hefur ekki komist í úrslitakeppni HM síðan 1998 en Skotar mæta Norðmönnum í Osló í undankeppni HM á morgun. Þetta er mikilvægur leikur en Skotar þurfa helst þrjú stig til að styrkja stöðu sína í öðru sæti riðilsins.

Ísland er með Skotum og Norðmönnum í riðli en sex af sjö stigum Skota í riðlinum til þessa hefur liðið fengið gegn Íslandi. Sjöunda stigið var eftir jafntefli við Noreg á heimavelli.

Holland er fyrir löngu búið að tryggja sér sæti á HM og því Skotar, Norðmenn og Makedónar sem keppast um annað sæti riðilsins.

„Allir leikmenn vilja komast á HM og ég er ekkert frábrugðinn öðrum að því leyti. Mér hefur gengið vel hjá Manchester United en ég vil líka ná langt með landsliðinu. Það eru margir góðir leikmenn sem aldrei fá tækifæri til að spila á HM en ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja að ég fái það tækifæri."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×