Fótbolti

Vilja fá Blanc til að taka við af Domenech

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Franska blaðið L´Equipe heldur því fram í dag að franska knattspyrnusambandið hafi sett Laurent Blanc efstan á lista yfir arftaka Raymond Domenech.

Blanc mun þó aldrei taka við franska landsliðinu fyrir HM næsta sumar. Domenech mun klára það mót en samningur hans við franska knattspyrnusambandið rennur út eftir mótið.

Þó svo Blanc sé efstur á listanum er ekki talið víst að hann þiggi starfið. Sérstaklega í ljósi þess að hann kemur sterklega til greina sem arftaki Sir Alex Ferguson hjá Man. Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×