Enski boltinn

Palacios rifbeinsbrotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Wilson Palacios, leikmaður  Tottenham.
Wilson Palacios, leikmaður Tottenham. Nordic Photos / Getty Images

Wilson Palacios, leikmaður Tottenham, er rifbeinsbrotinn eftir leik liðsins gegn Everton í gær en leiknum lauk með 2-2 jafntefli.

Palacios meiddist þegar að Tony Hibbert braut á honum í vítateig Everton. Dæmt var víti sem Jermain Defoe misnotaði.

Palacios var fluttur á sjúkrahús en útskrifaður samdægurs. Harry Redknapp, stjóri Tottenham, sagði að Palacios hafi verið mjög kvalinn þegar hann var fluttur í burtu.

Óvíst er hvort að hann geti tekið þátt í leik Tottenham gegn Wolves í ensku úrvalsdeildinni um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×