AGS segir virkjanir upphaf ofþenslunnar 20. desember 2008 09:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir fjárfestingar í tengslum við áliðnað hafa hrundið ofþenslu í efnahagslífinu af stað. Kárahnjúkavirkjun var reist til að framleiða rafmagn fyrir álver á Reyðarfirði. fréttablaðið/gva Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson
Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira