AGS segir virkjanir upphaf ofþenslunnar 20. desember 2008 09:00 Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn segir fjárfestingar í tengslum við áliðnað hafa hrundið ofþenslu í efnahagslífinu af stað. Kárahnjúkavirkjun var reist til að framleiða rafmagn fyrir álver á Reyðarfirði. fréttablaðið/gva Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir framkvæmdir tengdar áliðnaðinum vera upphafið að ofþenslu íslensks efnahagslífs. Þetta kemur fram í skýrslu sjóðsins um Ísland. Þar segir: „Hin langvinna þensla hagkerfisins, sem fjárfestingar í áliðnaði hrutu af stað og var viðhaldið með snaraukinni einkaneyslu, og greiður aðgangur að fjármagni ýtti undir, ól af sér ójafnvægi í þjóðarbúskap og gerði fjármálakerfið berskjaldað fyrir utanaðkomandi áhrifum.“ valgerður sverrisdóttir„Já, þarna segir að framkvæmdir tengdar álverum hafi komið ofþenslunni af stað, ýtt þessum bolta sem síðan rúllar af stað. Ég held þó að þeir telji fleiri þætti spila þar inn í. En jú, tímasetningarnar á framkvæmdum voru þannig að allt hjálpast að,“ segir Gunnar Haraldsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum iðnaðarráðherra, telur þetta mikla einföldun. „Auðvitað er það þannig að hér voru mikil umsvif í sambandi við stóriðjuframkvæmdir. Samkvæmt áætlunum ríkisstjórnarinnar átti ekki að fara í framkvæmdir fyrir austan og vestan á sama tíma, eins og varð, en við það varð ekki ráðið.“ Það hafi einnig haft mikil áhrif þegar bankarnir komu inn á húsnæðismarkaðinn og jöklabréf upp á hundruð milljarða. „En ein af ástæðum þenslunnar er að sjálfsögðu sú mikla uppbygging sem átti sér stað. En hins vegar þá getum við sagt í dag að eins gott er að af þessum framkvæmdum, sem skapa verðmæti og þjóðinni gjaldeyri, hafi orðið.“ Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, segir umsögn AGS athyglisverða. „Þetta er það sem við vöruðum við á sínum tíma. Stórvirkjana- og stóriðjufjárfestingarnar voru frumorsakavaldur þenslunnar. Þær settu verðbólguskrúfuna af stað og leiddu af sér vaxtahækkun. Því miður er allt það versta sem varað var við að rætast, ekki síst þegar horft er til lækkandi álverðs og orkusölu. Öllu var veðjað á álið.“ kolbeinn@frettabladid.is steingrímur j. sigfússongunnar haraldsson
Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Sjá meira