Erlent

Blaðamenn á Le Monde í verkfalli í dag

Blaðamenn á franska dagblaðinu Le Monde, einu af stærstu og virtustu blöðum Frakklands, lögðu niður vinni í dag til þess til þess að mótmæla niðurskurði á fréttastofunni.

Erfiðleikar vegna minnkandi auglýsingasölu og aukinnar samkeppni frá netmiðlum ásamt skuldasöfnun hafa leitt til þess að eigendur Le Monde þurfa að grípa til sparnaðaraðgerða og stendur til að segja upp um 130 starfsmönnum á fréttastofu blaðsins.

Verkfallið hefur það í för með sér að ekkert blað kemur út á morgun en um tvær milljónir manna lesa Le Monde dag hvern. Þetta er aðeins í annað sinn í sögu Le Monde sem blaðamenn fara í verkfall. Í fyrra skiptið, árið 1976, lögðu þeir niður vinnu til þess að sýna félögum sínum á blaðinu France Soir stuðning eftir að fjölmiðlamógúllinn Robert Hersant hafði keypt blaðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×